Kortið er ekki fært til árs en giskað hefur verið á að það sé frá árunum kringum 1750. Það var hluti af fjölblaðakorti sem spannaði norðvesturhluta Evrópu. Kitchen var afkastamikill kortagerðarmaður og eftir hann liggur fjöldi uppdrátta sem birtust í hinum ýmsu landfræðiritum. Þetta landabréf er eftirmynd af Íslandskorti Jorisar Carolusar, eða einhverri útgáfu þess, en allt minna og ágripskenndara.