Isle d'Islande

Mallet var franskur landfræðingur. Hann ritaði mikla heimslýsingu, Description de l'univers, í fimm bindum. Íslandi mun bregða fyrir á 14 kortum í bókinni, eitt af þeim er þetta sérkort af landinu. Efst á kortinu sést móta fyrir strönd Grænlands auk þess sem á hafinu er mikill fjöldi skipa og hvala. Ísland er því minna en efni standa til. Vestfirðir eru frekar torkennilegir og mestur hluti þeirra norðan Ísafjarðardjúps. Gerð landsins er af hollenskum stofni með nokkru ívafi frá eldri landabréfum, þ. á m. korti Olaus Magnus.

Nánar

Höfundur: Alain Manesson Mallet
Útgáfuland: Frakkland
Útgáfuár: 1683

Útgáfa 1
Tungumál: Franska
Útgáfustaður: París
Útgáfuár: 1683
Stærð: 14,5×10,5 sm
Útgáfa 2
Tungumál: Franska
Útgáfustaður: París
Útgáfuár: 1683
Stærð: 14,5×10,5 sm
Útgáfa 3
Útgáfustaður: París
Útgáfuár: 1683
Stærð: 14,5×10,5 sm