Í lok 16. aldar kom út í Rómaborg landfræði- og stjórnarfarsritið Relationi universali eftir Giovanni Botero. Engin kort fylgdu bókinni að þessu sinni en síðar voru ýmsar útgáfur hennar auknar kortum. Í prentun á bókinni frá 1599 eru hátt í hundrað kort sem koma næstum öll úr sjóræningjaútgáfu Pietro Maria Marchetti (Il Theatro del Mondo, 1598) á smákortaatlas Orteliusar sem Philip Galle byrjaði að gefa út 1577.