Isle d'Islande

Nicolas Sanson de Abbeville, eins og hann hét fullu nafni, lagði grunninn að blómaskeiði franskrar kortagerðar á síðari hluta 17. aldar. Kort Sansons sjálfs þykja í rauninni ekkert afbragð og það var ekki fyrr en í höndum arftaka hans að þau tóku þeim breytingum sem leiddu franska kortagerð til öndvegis. Merkast af því sem liggur eftir Sanson hvað Ísland snertir er þetta sérkort af landinu árfært 1667 (kortið var prentað oftar en einu sinni, t. d. árið 1698). Á titilfeldi þess segir að það sé gert eftir Íslandskortum Anders Sørensen Vedel (Andreas Velleius); þ. e. a. s. Abrahams Orteliusar en kort hans var löngum kennt við Vedel, og Jorisar Carolusar. Sanson hefur sótt talsvert meira til Carolusar en Orteliusar, þ. á m. lögun landsins og flest örnefni. Það sem hefur verið tekið frá Orteliusi er aðallega frábrugðnar nafnmyndir hans og er þeim skipað við hlið sömu nafna Carolusar. Ýmsum efnisþáttum á korti Carolusar er sleppt enda hefur það verið minnkað um nær helming.

Nánar

Höfundur: Nicolas Sanson
Útgáfuland: Frakkland
Útgáfuár: 1667-1698

Útgáfa 1
Útgáfustaður: París
Útgáfuár: 1667
Stærð: 18,5×27,5 sm
Útgáfa 2
Útgáfustaður: París
Útgáfuár: 1698
Stærð: 18,5×27,5 sm
Útgáfa 3
Útgáfustaður: París
Útgáfuár: 1698
Stærð: 18,5×27,5 sm