Septentrionalium partium nova tabula

Kort Nicolo Zeno úr ferðasögu hans var endurprentað eftir eirstungu í feneyskum útgáfum á Landafræði Ptolemeusar, þeirri fyrstu frá 1561. Kortið hefur verið minnkað nokkuð og lagfært og mun útgefandi bókarinnar, Girolamo Ruscelli, hafa séð um það. Helstu breytingar eru þær að Grænland er skilið frá Norður-Evrópu en í kjölfar nýlegra siglinga Englendinga á þeim slóðum var óstætt að hafa slíkt landsamband á kortinu. Lengdarbaugar eru markaðir en þeir voru ónúmeraðir á frumkortinu. Nokkrum nöfnum er sleppt og öðrum breytt.

Nánar

Höfundur: Nicolo Zeno | Girolamo Ruscelli
Útgáfuland: Ítalía
Útgáfuár: 1561-1599

Útgáfa 1
Útgáfustaður: Feneyjar
Útgáfuár: 1561
Stærð: 18×24 sm
Útgáfa 2
Útgáfustaður: Feneyjar
Útgáfuár: 1561
Stærð: 18×24 sm
Útgáfa 3
Útgáfustaður: Feneyjar
Útgáfuár: 1561
Stærð: 18×24 sm
Útgáfa 4
Útgáfustaður: Feneyjar
Útgáfuár: 1599
Stærð: 18×24 sm