Islandia

Franskur kortasali í París, Hieronymus Gourmont, gaf árið 1548 út eftirmynd af Íslandshluta Norðurlandakorts Olaus Magnus. Í ramma niðri í hægra horninu er prentaður í dálítið breyttri gerð hinn latneski skýringartexti sem fylgdi korti Olausar. Í efra horninu til vinstri er stutt landlýsing sem er líka að mestu sótt til Olausar. Á skipi á kortinu sést ártalið 1546 og er líklegt að myndamótið sé gert þá þó að prentun drægist í tvö ár. Ef litið er á kortið í heild sést að það er allgóð eftirgerð af Íslandi eins og það birtist á Carta marina. Ísafjörður hefur verið færður aðeins norðar og dýraheiti færð yfir í lesmálstexta. Einu örnefni hefur verið bætt við, eldfjall sem er nafnlaust á Norðurlandakortinu er búið að fá nafnið Helgefelt. Aðeins eitt eintak hefur komið í leitirnar af korti Gourmonts og er það varðveitt í Grossherzogliche Bibliothek í Weimar. Kortið sem hér er sýnt er eftirmynd frá síðari öldum.

Nánar

Höfundur: Hieronymus Gourmont
Útgáfuland: Frakkland
Útgáfuár: 1548

Tungumál: Latína
Útgáfustaður: París
Útgáfuár: 1548
Stærð: 44,5×62 sm