Nieuwe wassende zee caart van de Noord-Oceaen

Van Keulen fyrirtækið var það afkastamesta í sögu hollenskrar sjókortagerðar. Það var sett á stofn af Johannesi van Keulen undir lok 17. aldar og hélst í höndum ættarinnar til ársins 1823. Talið er að það hafi gefið út ekki færri en 135 bindi sjókorta með nálægt 600 mismunandi kortum og kemur Ísland fyrir á nokkrum þeirra.
Kortið spannar Atlantshaf og löndin umhverfis, það nær skammt suður fyrir Bretlandseyjar og norður fyrir Jan Mayen. Lögun Íslands virðist fremur vera af stofni Jorisar Carolusar en að vera af þeirri gerð sem algeng var á sjókortum á þessum tíma. Ártalið 1745 er prentað á kortið og sennilega hefur það aldrei komið í sjókortasöfnum Van Keulens heldur verið prentað sem lausblaðakort.

Nánar

Höfundur: Johannes van Keulen II
Útgáfuland: Holland
Útgáfuár: 1745

Útgáfustaður: Amsterdam
Útgáfuár: 1745
Stærð: 71×99,5 sm