Í fyrstu útgáfu kortasafns Orteliusar, Theatrum orbis terrarum, frá 1570 er m. a. þetta Evrópukort. Því svipar mest til heimskorts Orteliusar sjálfs frá 1564 en ýmsir efnisþættir eru sóttir til heimskorts Mercators frá 1569, t. d. Íslandsgerðin. Athyglisvert er að Frislanda vantar og austurströnd Norður-Ameríku heitir Labrador en ekki Estotiland. Kortið birtist síðan óbreytt í næstu útgáfum bókarinnar.