Eftirmynd Íslandskorts Antonio Zatta sem aftur á móti var útgáfa af korti Homanns-erfingja frá 1761. Það er dregið fastari dráttum en fyrirmyndin sem er miklu fíngerðara verk. Kortið birtist í öðru bindi Nuovo atlante geografico universale sem kom út á árunum 1792-1801.