Islande

Eftirmynd af Íslandskorti Gerhards Mercators, líklega eftir frumkortinu frá 1595 frekar en kortinu úr Atlas minor. Hjá Sauzet er kortið dregið þunglamalegri línum heldur en hjá Mercator en titilfeldurinn er viðhafnarmikill með myndum af dýrum allt í kring. Skip sjást á siglingu norðan lands og sunnan en fyrir norðausturlandi svamlar skrímsli eitt sem er sennilega fengið að láni af Íslandskorti Abrahams Orteliusar.
Þetta kort er einhver eftirprentun á Íslandskorti Henri du Sauzet.

Nánar

Höfundur: Henri du Sauzet
Útgáfuland: Óþekkt land
Útgáfuár: 1734

Útgáfa 1
Útgáfuár: 1734
Stærð: 18,5×25 sm
Útgáfa 2
Útgáfuár: 1734
Stærð: 18,5×25 sm
Útgáfa 3
Útgáfuár: 1734
Stærð: 18,5×25 sm