Eftirmynd af Íslandskortinu úr útgáfu Cloppenburgs á Atlas Minor. Birtist í Nouvelle Geographie sem franski landfræðingurinn Du Plessis gaf út í mörgum bindum um aldamótin 1700. Mörgum árum seinna mátti sjá kortið í Atlas Portatif (1734) sem Henri du Sauzet gaf út.
Titilfeldurinn er viðhafnarmikill með myndum af ýmsum dýrum og skip eru víða á siglingu auk þess sem ýmsu öðru bregður fyrir í hafinu.