Lýsing heimsins eftir Mallet var gefin út með þýskum heitum auk hinna frönsku og nefndist þá Beschreibung des gantzen Welt-Kreisses. Íslandskortið er úr þeirri útgáfu en það er spegilmynd af landabréfinu í frumútgáfunni. Myndamótið hefur verið gert beint eftir því og þess vegna snýr allt öfugt þegar platan er prentuð.