Árið 1600 kom kortasafn Barent Langenes út í breyttri gerð á latínu undir heitinu P. Bertii Tabularum geographicarum contractarum libri quatuor. Kortin eftir Petrus Kaerius eru flest hin sömu og í fyrri útgáfum en nöfnum snúið til latnesks háttar og nú fylgja kortunum talsvert ítarlegri lesmálstextar eftir Petrus Bertius. Á árunum 1600-1612 birtust sex nýjar útgáfur bókarinnar, verulega auknar að efni en með óbreyttum kortum og lesmáli á latínu (1600, 1603, 1606), frönsku (1602), hollensku (1609) og þýsku (1612). Kortið sýnir Norður-Evrópu, Ísland er fjarska smátt og örnefnin aðeins þrjú.