Islande

Útgefandi kortsins var Pieter van der Aa en frá hans hendi er mikill fjöldi kortasafna, einkum frá fyrstu tveim áratugum 18. aldar. Flest eru kortasöfn þessi ártalslaus og því illt að átta sig á þeim auk þess sem þau eru mjög mismunandi að kortafjölda og sum þeirra prentuð hvað eftir annað eftir sömu myndamótum. Kortið kemur sennilega fyrst fyrir í La Galerie Agreable du Monde sem Pieter van der Aa gaf út í 66 bindum.
Kortið er prentað eftir sama eða svipuðu myndamóti og kort Johannesar Janssoniusar frá 1628.

Nánar

Höfundur: Pieter van der Aa
Útgáfuland: Holland
Útgáfuár: 1728

Útgáfa 1
Útgáfustaður: Leyden
Útgáfuár: 1728
Stærð: 23×39 sm
Útgáfa 2
Útgáfustaður: Leyden
Útgáfuár: 1728
Stærð: 23×39 sm