Kortið fylgdi bók Johanns Andersons, Nachrichten von Island, Grönland und der Strasse Davis, sem kom út í Hamborg 1746 og var svo endurprentuð og þýdd á ýmis mál. Í titilfeldinum stendur nafn þýska verkfræðingsins og kortagerðarmannsins Ernst Georg Sonnin svo hann er líklega höfundur kortsins sem er af venjulegri gerð hollenskra sjókorta frá síðustu árum 17. aldar. Það fylgir öllum útgáfum bókarinnar með breyttum titilfeldum.