Þetta er vestari hlutinn af uppdrætti Roberts de Vaugondys af Bretlandseyjum og Skandinavíu en um miðja 18. öld var hann í hópi þekktustu landfræðinga Frakka. Merkast af kortasöfnum hans er Atlas Universel. Ísland er minnkuð eftirmynd af sérkorti Nicolas Sansons af landinu en de Vaugondy var skyldur Sansonunum og hafði eignast nokkur af kortamótum þeirra.