Paskaart Van't Noordelykste deel der Noort Zee Beginnende van der Neus. tot: Nova Zemla

Van Keulen fyrirtækið var það afkastamesta í sögu hollenskrar sjókortagerðar. Það var sett á stofn af Johannesi van Keulen undir lok 17. aldar og hélst í höndum ættarinnar til ársins 1823. Talið er að það hafi gefið út ekki færri en 135 bindi sjókorta með nálægt 600 mismunandi kortum og kemur Ísland fyrir á nokkrum þeirra.
Íslandsgerð kortsins er svipuð og var á mörgum hollenskum sjókortum á 17. og 18. öld. Landið er mjög stórskorið og Vestfirðir eru klofnir í tvo skaga sem vísa norður og vestur.

Nánar

Höfundur: Johannes van Keulen
Útgáfuland: Holland
Útgáfuár: 1694

Útgáfustaður: Amsterdam
Útgáfuár: 1694
Stærð: 51×57,8 sm