Lögun Íslands á kortinu er af stofni Knoffs. Mörk fjórðunga eru með mismunandi litum. Inn til landsins er eyðilegt um að litast og örnefni eru fá eða engin. Á tveimur þeirra kortblaða sem sýnd eru hér eru líka kort af Grænlandi og Færeyjum. Kortin fylgdu líklega með kennslubók í landafræði fyrir nýliða í hernum sem Joseph Nicolai Benjamin Abrahamson byrjaði að gefa út upp úr 1820.