Kortið er eftirmynd af yfirlitskorti Willems Janszoons Blaeus af vesturströndum Evrópu. Uppdráttur Blaeus, sem birtist fyrst 1623, var aftur á móti minnkuð eftirgerð af korti Cornelis Doedes með smávægilegum lagfæringum. Strandlínur Íslands eru óbreyttar frá frumgerð Doedes en öll örnefni felld niður nema eitt.
Kortið kemur úr De Rebuspublicis Hanseaticis eftir Johann Angelius von Werdenhagen. Kortagerðarmaðurinn Matthäus Merian var útgefandi bókarinnar.