Kortagerðarmaðurinn Herman Moll starfaði í Englandi en var af hollenskum eða þýskum uppruna. Hann hafði Íslandsgerð sína fullbúna snemma á ferli sínum og vék ekki mikið henni síðar. Það sem sést af Íslandi á kortinu á rætur sínar að rekja til Hollands eins og höfundur. Kortið er úr landfræðiriti hans A System of Geography or a New & Accurate Description of the Earth.