Cornelis van Wytfliet var lögfræðingur í Brabant. Talið er að hann hafi ritað ýmislegt, einkum landfræðilegs efnis, en aðeins eitt af ritum hans birtist á prenti: Descriptionis Ptolemaicæ augmentum sive Occidentis notitia. Kortið nær ekki lengra til austurs en að núllbaug um Kanaríeyjar svo að eystri helmingur Íslands fellur utan takmarka þess. Nöfn eru aðeins sjö og af gerð Orteliusar.