Kortið fylgdi ferðasögu enn eins leiðangursins til að leita uppi norðvestur leiðina svokölluðu, An Account of a Voyage for the Discovery of a North-West Passage. Hún var eftir einn þátttakenda í ferðinni, Theodore Swaine Drage.
Lögun landsins á kortinu er af sömu gerð og var algeng á hollenskum sjókortum á 17. og 18. öld.