William Jackson Hooker var breskur náttúrufræðingur. Hann kom til Íslands 1809 og meðal samferðamanna hans á leiðinni var Jörundur hundadagakonungur. Eftir heimkomuna ritaði Hooker bók um ferð sína og athuganir og var hún gefin út tvisvar. Síðari útgáfu bókarinnar fylgir, auk heildarkorts af landinu, lítill uppdráttur af Suðvesturlandi, gerður eftir sömu heimild og aðalkortið. Á hann eru markaðar leiðir Hookers um landið.