Pólkort eftir Herman Moll, kortagerðarmann sem starfaði í Englandi en var af hollenskum eða þýskum uppruna. Kortið á rætur sínar að rekja til Hollands eins og höfundurinn, það er af gerð Jorisar Carolusar. Vestfirðir eru eins og þríhyrningur í laginu og suður- og austurstrendurnar eru of beinar. Sumt af þessu má líklega kenna um þeim smáa mælikvarða sem kortið er í. Kortið gæti verið úr Modern History or the Present State of all Nations eftir Thomas Salmon.