Árið 1756 er prentað á annað eintakið en kortið er væntanlega talsvert yngra því það ár var Ísland á sama uppdrætti enn stofn af því tré sem Guðbrandur Þorláksson gróðursetti (sjá kort með sama titil). Nú er hins vegar komin til sögu ný Íslandsgerð ættuð frá Knoff.
Um miðja 18. öld voru Robert de Vaugondy og sonur hans í hópi þekktustu kortaútgefenda Frakka. Merkast af kortasöfnum þeirra var Atlas Universel sem C. F. Delamarche tók síðar við og breytti og bætti.
Ísland er íauki á stóru korti af Skandinavíu.