Het Eyland Ysland in't groot

Van Keulen fyrirtækið var það afkastamesta í sögu hollenskrar sjókortagerðar. Það var sett á stofn af Johannesi van Keulen undir lok 17. aldar og hélst í höndum ættarinnar til ársins 1823. Talið er að það hafi gefið út ekki færri en 135 bindi sjókorta með nálægt 600 mismunandi kortum og kemur Ísland fyrir á nokkrum þeirra. Á þessu sérkorti Van Keulen er ort upp á nýjan stofn, í stað Íslandsgerðar sjókortanna er undirstaðan greinilega Íslandskort Jorisar Carolusar. Enda líkist kortið fremur almennu landabréfi en sjókorti þrátt fyrir ýmsar tilfæringar eins og kompáslínur og rósir.
Til hliðar við kortið má sjá landsýn á nokkrum stöðum á suðvesturströndinni. Þar fyrir neðan eru tvö lítil sérkort, annað af sunnanverðum Faxaflóa en hitt af suðurströndinni frá Ölfusá austur fyrir Vestmannaeyjar.

Nánar

Höfundur: Gerard van Keulen
Útgáfuland: Holland
Útgáfuár: 1728

Útgáfa 1
Útgáfustaður: Amsterdam
Útgáfuár: 1728
Stærð: 50,5×59,5 sm
Útgáfa 2
Útgáfustaður: Amsterdam
Útgáfuár: 1728
Stærð: 50,5×59,5 sm