Eftir Reiner og Joshua Ottens liggja nokkur kortasöfn, sem eru frá einu bindi upp í fimmtán að stærð. Kortabækur þeirra eru að verulegu leyti samansafn korta eftir ýmsa höfunda og er í sumum þeirra reynt að gefa út öll kort sem tiltæk voru á þeim tíma. Ekki er kunnugt um nein sérkort af Íslandi í söfnum Ottens bræðra önnur en sjókort Van Keulens. Líklegt er að þetta kort eigi einnig ættir sínar að rekja til hins afkastamikla Van Keulen fyrirtækis. Enda er Íslandsgerðin, stórskorin strönd og klofnir Vestfirðir, svipuð og á mörgum kortum þess.
Kortið kemur úr Atlas van Zeevaert en Koophandel door de Geheele Weereldt.