Europa

Johann Baptist Homann var þýskur kortagerðarmaður og útgefandi. Hann lagði grunninn að kortagerðarfyrirtækinu Homann Erben, sem varð eitt helsta fyrirtæki á þessu sviði í Evrópu á 18. öld. Það gerði m. a. Íslandskort eftir korti Thomasar Knoffs og kom það út árið 1761.
Kort Homanns voru þekkt fyrir mikinn fjölda smáatriða og skýra liti. Hann gaf út bæði landfræðileg kort af Evrópu og öðrum heimshlutum, sem og kort yfir einstök ríki og borgir. Íslandi á kortinu svipar mest til Sansons-gerðar. Vestfirðir skiptast í tvo skaga og meginhluti landsins myndar nær ferning með beinni suður- og austurströnd. Örnefni eru tæplega 60 og með hæfilegum frávikum eru þau öll í gervi Jorisar Carolusar.

Nánar

Höfundur: Johann Baptist Homann
Útgáfuland: Þýskaland
Útgáfuár: 1720

Útgáfustaður: Nürnberg
Útgáfuár: 1720
Stærð: 48×57,5 sm