Charte von Island

Gliemann hefur haft uppdrátt Moritz L. Borns að undirstöðu við gerð kort síns. Það sést á strandlínum og orðmyndum nokkurra örnefna. Þó að kort Gliemanns sé aðeins minna en kort Borns er það samt talsvert rækilegra og örnefni fleiri. Það er greinilegt að Gliemann hefur gert sér far um að auka við efni þeirra hluta landsins sem hvað fátæklegastir eru hjá Born. Hann sækir nokkuð til korta af stofni Knoffs, þ. á m. til korts Jóns Eiríkssonar og Ólafs Olaviusar og kortsins sem birtist í bók Ebenezer Hendersons.
Uppdráttur Gliemanns birtist fyrst í Geographische Beschreibung von Island.
Árið 1827 kom út frásögn F. A. L. Thienemanns af ferð hans og G. B. Günthers til Íslands. Henni fylgdi vönduð eftirmynd kortsins.

Nánar

Höfundur: Theodor Gliemann
Útgáfuland: Þýskaland
Útgáfuár: 1824

Útgáfustaður: Altona
Útgáfuár: 1824
Stærð: 21,5x29,4 sm