Carte réduite de l'Islande et des Mers qui en sont voisines

Á kortinu fer mest fyrir Íslandi en að auki sjást Færeyjar, Jan Mayen og hluti af Grænlandi. Landið er í meginatriðum dregið eftir kortinu úr Íslandslýsingu Niels Horrebow sem er aftur á móti eftir korti Thomasar Knoff. Ekkert bendir til þess að Bellin hafi þekkt hina betri útgáfu Knoff-kortsins á vegum Homanns-erfingja frá 1761. Auk aðalheimildarinnar hefur Bellin ýmislegt frá hollenskum sjókortum eins og t. d. dýptartölur. En strandlínur, örnefni og mest annað er sótt til Horrebows. Sum örnefnanna eru mjög afbökuð eins og Kieblewias (Keflavík) og Paleur Fiords (Patreksfjörður). Það má líklega rekja til frönsku útgáfunnar á bók Horrebows en Bellin virðist hafa notað hana. Á aðalkortinu eru tvö sérkort af hluta strandarinnar, annað af Vestfjörðum en hitt af Austfjörðum.

Nánar

Höfundur: Jacques Nicolas Bellin
Útgáfuland: Frakkland
Útgáfuár: 1767

Útgáfa 1
Útgáfustaður: París
Útgáfuár: 1767
Stærð: 54,5×82,6 sm
Útgáfa 2
Útgáfustaður: París
Útgáfuár: 1767
Stærð: 54,5×82,6 sm
Útgáfa 3
Útgáfustaður: París
Útgáfuár: 1767
Stærð: 54,5×82,6 sm
Útgáfa 4
Útgáfustaður: París
Útgáfuár: 1767
Stærð: 54,5×82,6 sm
Útgáfa 5
Útgáfustaður: París
Útgáfuár: 1767
Stærð: 54,5×82,6 sm
Útgáfa 6
Útgáfustaður: París
Útgáfuár: 1767
Stærð: 54,5×82,6 sm
Útgáfa 7
Útgáfustaður: París
Útgáfuár: 1767
Stærð: 54,5×82,6 sm
Útgáfa 8
Útgáfustaður: París
Útgáfuár: 1767
Stærð: 54,5×82,6 sm