Novissima Islandiæ tabula

Kort þetta er enn ein útgáfan á Íslandskorti Jorisar Carolusar sem kom fyrst fyrir sjónir manna 1630. Kortið er prentað eftir myndamóti Johannesar Janssoniusar en þau voru nú aftur komin til Hollands eftir að hafa verið í eigu Englendingsins Moses Pitt um hríð. Kortið er óársett og ekki kunnugt hvenær það var prentað en Schenk og Valk ráku útgáfufyrirtæki í Amsterdam.

Nánar

Höfundur: Peter Schenk/Gerard Valk
Útgáfuland: Holland
Útgáfuár: 1700

Útgáfa 1
Útgáfustaður: Amsterdam
Útgáfuár: 1700
Stærð: 37×48,6 sm
Útgáfa 2
Útgáfustaður: Amsterdam
Útgáfuár: 1700
Stærð: 37×48,6 sm