Frisland

Endurprentun Nobilis á Fríslandskorti franska kortagerðarmannsins Antonio Lafreri. Fríslandi bregður fyrir á mörgum gömlum kortum sem sýna Norður-Atlantshaf og löndin þar í kring. Fræðimenn hafa löngum deilt um hvað eyjan eigi að tákna. Flestir töldu fyrst að hún væri Færeyjar en aðrir sögðu hana tvífara Íslands. En nú telja menn líklegast að hún sé sambland úr báðum löndum. Frísland kom fyrst fram undir því nafni á Zeno-kortinu svonefnda frá 1558. Þessi uppdráttur er greinilega eftirmynd af hluta af því korti.

Nánar

Höfundur: Pietro de Nobili
Útgáfuland: Ítalía
Útgáfuár: 1590

Útgáfuár: 1590
Stærð: 24,4x18,3 sm