Þegar Abraham Ortelius lést árið 1598 komst útgáfurétturinn á kortasafni hans í hendur Johannesar Vrients. Hann lét prenta smækkaða gerð þess undir nafninu Epitome Theatri Orteliani sem aðrir höfðu í rauninni byrjað að gefa út áður. Hér sjáum við Norðurlandakort Orteliusar mikið smækkað úr einni slíkri útgáfu. Ýmsu hefur orðið að fórna við þessa breytingu á stærð kortsins, eins og t. d. flestöllum örnefnum.