Relation du Groenland (1647) og Relation de l'Islande (1663) eftir Isaac de La Peyrère urðu síðar hluti ferðasögusafns úr Norðurvegi, Recueil de Voiages au Nord, sem J. F. Bernard gaf út og kemur þetta kort þaðan. Þrátt fyrir franskt heiti er annað lesmál að mestu leyti á ensku. Ísland er ágætlega gert og athygli vekur að á það eru komin bæði furðunöfn korts Pierre Duvals: Papei og Sneland. Það gæti bent til skyldleika við kort Duvals en það birtist fyrst í Íslandslýsingu La Peyrère.