Nyt carte over Island

Ólafur Olavius ferðaðist um Ísland sumurin 1775-77 en honum hafði verið falið að kynna sér m. a. hafnir og lendingar, hvar heppilegast væri að koma upp fiskiþorpum. Olavius ritaði bók um ferðir sínar og rannsóknir, Oeconomisk Reise igiennem Island, og kom hún út 1780. Henni fylgdi nýr uppdráttur af Íslandi í megindráttum óbreyttur frá kortinu í Ferðabók Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar en prentaður eftir nýju myndamóti og yfirleitt betur gerður. Jón Eiríksson mun hafa borið meginábyrgð á gerð kortsins en hefur líklega haft til hliðsjónar gögn Olaviusar. Strandlengja landsins er óbreytt frá Ferðabókarkortinu en meðferð örnefna er öll betri. Þeim hefur fjölgað talsvert, aðallega á þeim svæðum sem Olavius ferðaðist um: í Ísafjarðar- og Strandasýslu, á Norðurlandi og Austfjörðum.

Nánar

Höfundur: Jón Eiríksson | Ólafur Olavius
Útgáfuland: Danmörk
Útgáfuár: 1780

Útgáfa 1
Útgáfustaður: Kaupmannahöfn
Útgáfuár: 1780
Stærð: 43,2x56 sm
Útgáfa 2
Útgáfustaður: Kaupmannahöfn
Útgáfuár: 1780
Stærð: 43,2x56 sm