Íslandsgerð kortsins er mjög afbökuð, suður-, austur- og norðurstrendurnar eru alltof beinar auk þess sem rétt sést móta fyrir Vestfjörðum. Hún líkist einna helst Íslandskortum Emanuels Bowens og Hermans Molls. Kortið er úr Atlas Maritimus et commercialis.