Mathew Carey fæddist á Írlandi en flutti til Bandaríkjanna og settist að í Philadelphiu. Fyrstu kort hans voru eftirgerðir af kortum úr landfræðiritum William Guthrie. Eldra kortið hér er úr An Improved System of Modern Geography eftir Guthrie en hið yngra úr Carey's General Atlas. Ísland er íauki (7,5×11 sm) á korti af Skandinavíu.