Erichsens og Schönnings Charta öfwer Island

Fylgdi ferðabréfum Uno von Troil, síðar erkibiskups í Uppsölum, en hann var í för með Joseph Banks í Íslandsferð hans árið 1772. Kort Jóns Eiríkssonar og Gerhards Schønings í Ferðabók Eggerts og Bjarna er undirstaðan. Efnisbreytingar eru fáar en kortið er talsvert minna en frumgerðin og nöfn þar af leiðandi færri.
Bókin varð vinsæl og var gefin út á fjölmörgum tungumálum þ. á m. þýsku (1779), ensku (1780-83), frönsku (1781) og hollensku (1784). Eftirmynd kortsins fylgdi flestum útgáfunum.

Nánar

Höfundur: Jón Eiríksson/Gerhard Schøning
Útgáfuland: Svíþjóð
Útgáfuár: 1777

Tungumál: Sænska
Útgáfustaður: Uppsalir
Útgáfuár: 1777
Stærð: 25,6×33,3 sm