Tabula portuum occidentalium Norwegiæ et Spizbergi

Kortið er eftirmynd af Noregskorti Willems Janszoons Blaeus sem birtist fyrst 1623. Það sýnir aðeins rönd af suðausturhorni Íslands. Kortið kemur úr De Rebuspublicis Hanseaticis eftir Johann Angelius von Werdenhagen. Kortagerðarmaðurinn Matthäus Merian var útgefandi bókarinnar.

Nánar

Höfundur: Matthäus Merian
Útgáfuland: Þýskaland
Útgáfuár: 1641

Útgáfustaður: Frankfurt
Útgáfuár: 1641
Stærð: 25×55,5 sm