Carta della Groelandia, Islanda e coste vicine dell' America settentrionale

Bellin vann mestan hluta ævi sinnar að sjókortagerð á vegum frönsku flotamálastjórnarinnar. Hann gerði einnig uppdrætti fyrir ýmis landfræðirit. Kortið er úr ítalskri útgáfu á ferðasögusafni Jean François de la Harpe en það var byggt á safni Prévost, Histoire Générale des Voyages. En fyrir það síðarnefnda hafði Bellin gert kort.
Ísland er í megindráttum af hollenskri 17. aldar gerð eins og það kom oft fyrir á sjókortum frá því landi á þessum tíma.

Nánar

Höfundur: Jacques Nicolas Bellin
Útgáfuland: Ítalía
Útgáfuár: 1785

Útgáfustaður: Feneyjar
Útgáfuár: 1785
Stærð: 21×23 sm