Pas-caerte van Groenland, Ysland, Straet Davids en Ian Mayen Eyland

Lootsmans-feðgar hófu sjókortagerð í samkeppni við Blaeu og Janssonius um miðja 17. öld. Frá hendi þeirra eru nokkur söfn sjókorta sem komu út á ýmsum tungumálum. Johannes van Loon var einn af mörgum kortagerðarmönnum sem tóku kort Lootsmans-feðga nær óbreytt upp í sjókortasöfn sín. Þetta kemur úr Zee-Atlas.
Íslandi bregður fyrir á nokkrum korta feðganna, þ. á m. þessu Grænlandskorti. Gerð Guðbrands biskups hefur verið höfð að undirstöðu, sennilega um hendur Jorisar Carolusar. Eyjan, Enchuyser eylandt, fyrir miðjum Austfjörðum er sótt til sjókorts Carolusar. Af beinum vanskapnaði er helst að geta þess að Ísafjarðardjúp er allt of breitt og Vestfirðir eru í þann veginn að klofna í tvo mikla skaga, eins og síðar varð. Þegar tímar liðu komst sá háttur á um Íslandsgerðir hinna almennu kortasafna.

Nánar

Höfundur: Johannes van Loon
Útgáfuland: Holland
Útgáfuár: 1666

Útgáfa 1
Útgáfustaður: Amsterdam
Útgáfuár: 1666
Stærð: 42,5×53 sm
Útgáfa 2
Útgáfustaður: Amsterdam
Útgáfuár: 1666
Stærð: 42,5×53 sm