Kortið er úr Kongerigerne Danmarks og Norges samt Hertugdømmene Slesvigs og Holsteens Historie indtil vore Tider sem kom út í 13 bindum 1776-1798. Pingeling sá um eirstunguna en það er ekki vitað hvort hann er höfundur kortsins. Það ber keim af korti Bellins af norðurslóðum eða einni af eftirgerðum þess.