Hluti af geira úr hnattkorti en tólf þess háttar þurfti til að setja saman hnattlíkan. Coronelli var kunnur fyrir slík líkön. Birtist í Atlante Veneto sem var þekktasta kortasafn hans. Þegar ýmis minni háttar ónákvæmni er undanskilin er það sem sést af landinu sæmileg eftirmynd af korti Jorisar Carolusar.