A map of Spitzbergen or Greenland, Iceland, and some part of Groenland &c.

Emanuel Bowen sótti hugmyndir sínar um Ísland til Hermans Molls. Kortið birtist fyrst í A Complete System of Geography sem kom út í tveimur bindum 1744-1747. Ísland á því er af stofni Jorisar Carolusar og Guðbrands biskups Þorlákssonar. Vestfirðir eru eins og þríhyrningur í laginu og suður- og austurstrendurnar eru of beinar. Kortið er íauki með sérstökum titilfeldi á kortinu A new and accurate map of Scandinavia or the Northern Crowns of Sweden, Denmark, and Norway.

Nánar

Höfundur: Emanuel Bowen
Útgáfuland: Bretland
Útgáfuár: 1744-1747

Útgáfa 1
Tungumál: Enska
Útgáfuár: 1744
Stærð: 32×23 sm
Útgáfa 2
Útgáfuár: 1744
Stærð: 32×23 sm