Carte réduite des Mers du Nord

Árið 1776 kom til sögunnar ný Íslandsgerð byggð á mælingum fransks vísindaleiðangurs undir stjórn Verdun de la Crennes. Kortið birtist í bók sem leiðangursmenn rituðu um ferðir sínar og rannsóknir.
Þeir höfðu dvalist um hríð á Vatneyri á Vestfjörðum og mælt bæði á sjó og landi. Vestustu odda landsins færðu þeir til austurs um nálægt hálfa fjórðu gráðu án þess að hrófla að ráði við austurströndinni. Útkoman var mjög bjagað kort af landinu, m. a. varð breidd landsins svipuð og lengdin. Ekkert var litið til þess að í flestum frásögnum var beinlínis tekið fram að þessu væri á annan og réttari veg farið.
Á kortinu eru fimmtíu örnefni. Eins og vænta má um sjókort, eru þau öll bundin ströndinni nema Hólar og Skálholt. Flest eru þau af íslensk-dönskum uppruna, tekin upp eftir korti Jóns Eiríkssonar og Schønings en stundum hneigð í átt til hollenskra sjókorta. Inn til landsins er að mestu autt. Þó er dregið til fjalla á stöku stað af hinu mesta handahófi sem eflaust á að sýna að landið sé hálent.
Kort af stofni Verdun de la Crennes og Knoffs toguðust löngum á og veitti hinum fyrrnefndu betur um hríð.


 

Nánar

Höfundur: Verdun de la Crenne
Útgáfuland: Frakkland
Útgáfuár: 1776-1778

Útgáfa 1
Útgáfustaður: París
Útgáfuár: 1776
Stærð: 56×78 sm
Útgáfa 2
Útgáfustaður: París
Útgáfuár: 1776
Stærð: 56×78 sm
Útgáfa 3
Útgáfustaður: París
Útgáfuár: 1776
Stærð: 56×78 sm
Útgáfa 4
Útgáfustaður: París
Útgáfuár: 1776
Stærð: 56×78 sm
Útgáfa 5
Útgáfustaður: París
Útgáfuár: 1776
Stærð: 56×78 sm