Islandia

Kort úr útgáfu Jodocusar Hondiusar á smákortaatlas Petrusar Bertiusar. Fyrsta útgáfan var á latínu (1616, Descriptio Islandiæ) en tveimur árum seinna kom ritið út á frönsku (1618, Description d'Islande).
Kortin hafa verið stungin að nýju frá fyrri útgáfum og stækkuð dálítið. Mestu munar hér frá fyrri kortum að gerð þeirra víkur meira frá Orteliusi til Mercators. Á kortinu eru 140 nöfn, öll sótt til Mercators-kortsins.

Nánar

Höfundur: Petrus Bertius | Jodocus Hondius
Útgáfuland: Holland
Útgáfuár: 1616-1618

Útgáfa 1
Tungumál: Latína
Útgáfustaður: Amsterdam
Útgáfuár: 1616
Stærð: 9,5×13 sm
Útgáfa 2
Tungumál: Franska
Útgáfustaður: Amsterdam
Útgáfuár: 1618
Stærð: 9,5×13 sm