Hendrick Doncker var í hópi mikilvirkustu og merkustu sjókortamanna sem störfuðu í Hollandi á síðari hluta 17. aldar. Hann lagði mikla alúð við að fylgjast með tímanum og framvindu kortagerðar, landaþekkingar og siglingamála. Doncker hóf sjókortaútgáfu sína í einhvers konar samlögun við Pieter Goos enda er þetta kort næstum hið sama og samnefnt hjá Goos.