Árið 1700 er prentað á kortið og lögun Íslands á því er af sömu gerð og var algeng á hollenskum sjókortum á 17. og 18. öld. Danet var útgefandi í París undir lok 17. aldar og í byrjun þeirrar 18. Um eirstunguna sá Jan Luillier.