Carte de l'Islande

Charles Lenormand finnst ekki í neinum uppsláttarritum. Kortið er handdregið og er á sama blaði og uppdráttur eftir sama höfund af Azoreyjum. Neðst á blaðinu til hægri stendur talan 226 og bendir hún til þess að það hafi tilheyrt stærra kortasafni.
Öll gerð Íslands á kortinu er af miklum vanefnum, skagar og firðir lauslega afmarkaðir og af talsverðu handahófi. Um flest einkenni önnur er fylgt korti Jorisar Carolusar og þaðan eru komin öll örnefni, 37 að tölu.

Nánar

Höfundur: Charles Lenormand
Útgáfuland: Frakkland
Útgáfuár: 1759

Útgáfustaður: Versalir
Útgáfuár: 1759
Stærð: 10,5x16,1 sm