Islandia

Árið 1598 hóf lítt kunnur prentari, Barent Langenes, í Middelburg í Hollandi útgáfu á kortasafni, Caert-Thresoor, í bók í litlu broti. Í henni er dálítið sérkort af Íslandi og neðst í vinstra horni þess stendur „Petrus Kærius cælavit“. Það gat bæði þýtt að viðkomandi maður hefði annast gerð myndamótsins eða að hann væri höfundur kortsins. En oft var hér um sama mann að ræða. Útgáfu bókarinnar var haldið áfram og árið 1600 kom hún út í breyttri gerð á latínu undir heitinu P. Bertii Tabvlarvm geographicarvm contractarvm libri qvatvor. Kortin eru flest hin sömu og í hollensku útgáfunum en nöfnum snúið til latnesks háttar og nú fylgja kortunum talsvert ítarlegri lesmálstextar eftir Petrus Bertius. Á árunum 1600-1612 birtust sex nýjar útgáfur bókarinnar, verulega auknar að efni en með óbreyttum kortum og lesmáli á latínu (Descriptio Islandiæ, 1600, 1603, 1606), frönsku (Islande, 1602), hollensku (Islandt, 1609) og þýsku (Von Eyßlandts Beschreibung, 1612). Í gerð kortsins hefur verið fylgt forskrift Orteliusar að flestu leyti. Það er með nálægt 80 nöfnum og mælikvarða í íslenskum mílum. Tvö skrímsli svamla fyrir Suðurlandi og er annað þeirra nýtt af nálinni en hitt gamall kunningi frá Olaus Magnus.

Nánar

Höfundur: Petrus Kaerius
Útgáfuland: Holland
Útgáfuár: 1600-1612

Útgáfa 1
Útgáfuár: 1600
Stærð: 8,5×12,5 sm
Útgáfa 2
Tungumál: Franska
Útgáfustaður: Amsterdam
Útgáfuár: 1602
Stærð: 8,5×12,5 sm
Útgáfa 3
Útgáfustaður: Amsterdam
Útgáfuár: 1606
Stærð: 8,5×12,5 sm
Útgáfa 4
Tungumál: Hollenska
Útgáfustaður: Amsterdam
Útgáfuár: 1609
Stærð: 8,5×12,5 sm
Útgáfa 5
Tungumál: Þýska
Útgáfustaður: Frankfurt
Útgáfuár: 1612
Stærð: 8,5×12,5 sm